
40 ára Þorgerður ólst upp í Hlíðunum og Breiðholti og gekk í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún hlaut BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands og flutti síðar til Skotlands, þar sem hún útskrifaðist með meistarapróf í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2013. Þorgerður hefur tekið virkan þátt í íslensku myndlistarlífi frá útskrift og var m.a. safnstjóri Nýlistasafnsins á árunum 2014-2018. Samhliða því að vinna að eigin listsköpun er Þorgerður reglulegur stundakennari við Listaháskóla Íslands og þátttakandi í tveimur rannsóknarverkefnum í Noregi, við Háskólann í Ósló og Háskóla norðurslóða í Tromsö.
„Í myndlistinni hef ég verið svo lánsöm að geta sameinað áhugamál mín eins og útiveru, göngur, grúsk og grams. Ég hef áhuga á óstýrilátum hlutum sem virðast kannski vera rusl við fystu sýn en eru eitthvað annað og meira, jafnvel hluti af framtíðararfleifð okkar. Sem
...