40 ára Þor­gerður ólst upp í Hlíðunum og Breiðholti og gekk í Kvenna­skól­ann í Reykja­vík. Hún hlaut BA í mynd­list frá Lista­há­skóla Íslands og flutti síðar til Skot­lands, þar sem hún út­skrifaðist með meist­ara­próf í mynd­list frá Glasgow School of Art árið 2013. Þor­gerður hef­ur tekið virk­an þátt í ís­lensku mynd­list­ar­lífi frá út­skrift og var m.a. safn­stjóri Ný­l­ista­safns­ins á ár­un­um 2014-2018. Sam­hliða því að vinna að eig­in list­sköp­un er Þor­gerður reglu­leg­ur stunda­kenn­ari við Lista­há­skóla Íslands og þátt­tak­andi í tveim­ur rann­sókn­ar­verk­efn­um í Nor­egi, við Há­skól­ann í Ósló og Há­skóla norður­slóða í Trom­sö.

„Í mynd­list­inni hef ég verið svo lán­söm að geta sam­einað áhuga­mál mín eins og úti­veru, göng­ur, grúsk og grams. Ég hef áhuga á óstýri­lát­um hlut­um sem virðast kannski vera rusl við fystu sýn en eru eitt­hvað annað og meira, jafn­vel hluti af framtíðar­arf­leifð okk­ar. Sem

...