Þor­steinn Sæ­munds­son fædd­ist 15. mars 1935 í Reykja­vík. For­eldr­ar hans voru hjón­in Sæmund­ur Stef­áns­son, f. 1905, d. 1996 og Svan­hild­ur Þor­steins­dótt­ir, f. 1905, d. 1966.

Þor­steinn lauk B.Sc. Honours-prófi frá há­skól­an­um í St. Andrews í Skotlandi 1958 með stjörnu­fræði sem aðal­grein og doktors­prófi frá Lund­úna­há­skóla 1962.

Þor­steinn starfaði hjá Raun­vís­inda­stofn­un HÍ. Hann varð deild­ar­stjóri Hálofta­deild­ar og sá um rekst­ur seg­ul­mæl­inga­stöðvar há­skól­ans frá 1963 til starfs­loka. Hann sá um rekst­ur norður­ljósam­ynda­véla á Rjúpna­hæð og við Eg­ilsstaði auk um­sjón­ar með rekstri mynda­véla sem Pól­rann­sókna­stofn­un Jap­ans kom hér upp. Þá annaðist Þor­steinn út­reikn­ing og út­gáfu Almanaks Há­skól­ans í 60 ár. Hann var í tölvu­orðanefnd 1973-2013.

...