
Þorsteinn Sæmundsson fæddist 15. mars 1935 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Sæmundur Stefánsson, f. 1905, d. 1996 og Svanhildur Þorsteinsdóttir, f. 1905, d. 1966.
Þorsteinn lauk B.Sc. Honours-prófi frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi 1958 með stjörnufræði sem aðalgrein og doktorsprófi frá Lundúnaháskóla 1962.
Þorsteinn starfaði hjá Raunvísindastofnun HÍ. Hann varð deildarstjóri Háloftadeildar og sá um rekstur segulmælingastöðvar háskólans frá 1963 til starfsloka. Hann sá um rekstur norðurljósamyndavéla á Rjúpnahæð og við Egilsstaði auk umsjónar með rekstri myndavéla sem Pólrannsóknastofnun Japans kom hér upp. Þá annaðist Þorsteinn útreikning og útgáfu Almanaks Háskólans í 60 ár. Hann var í tölvuorðanefnd 1973-2013.
...