Í afmælisgrein um Þorbjörgu Kristinsdóttur sem varð 100 ára á miðvikudaginn kom fram að hún hefði verið fyrst kvenna til að kenna bóklegt fag við Menntaskólann í Reykjavík. Ábending var send Morgunblaðinu um að fyrst kvenna í kennaraliði MR hefði…
Í afmælisgrein um Þorbjörgu Kristinsdóttur sem varð 100 ára á miðvikudaginn kom fram að hún hefði verið fyrst kvenna til að kenna bóklegt fag við Menntaskólann í Reykjavík. Ábending var send Morgunblaðinu um að fyrst kvenna í kennaraliði MR hefði verið Anna Bjarnadóttir sem þar starfaði 1924-31 og kenndi ensku og íslensku. Skólinn hét þá Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík en fékk nafnið Menntaskólinn í Reykjavík árið 1937.