Sig­ur­lína Jóna Snæ­björns­dótt­ir fædd­ist í Kvíg­ind­is­dal, Rauðasands­hreppi í Vest­ur-Barðastrand­ar­sýslu, 3. apríl 1929. Hún andaðist á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sunnu­hlíð 28. fe­brú­ar 2025. Hún var dótt­ir hjón­anna Þór­dís­ar Magnús­dótt­ur, f. 9.5. 1905 á Hóli í Tálknafirði, d. 23.5. 1982, og Snæ­björns Jóns­son­ar Thorodd­sen, f. 15.11. 1891 í Kvíg­ind­is­dal, d. 29.1. 1987.

Þór­dís og Snæ­björn voru bænd­ur í Kvíg­ind­is­dal 1921-1965. Auk bú­starfa gegndi Snæ­björn fjölda trúnaðarstarfa fyr­ir Rauðasands­hrepp og var þar í for­ystu­sveit, spari­sjóðsstjóri, odd­viti, hrepp­stjóri og kaupmaður, svo það helsta sé nefnt.

Jóna var fimmta í röðinni í systkina­hópn­um í Kvíg­ind­is­dal, sem voru: Jón S. Thorodd­sen, f. 8.1. 1924, d. 10.1. 1924. Jón S. Thorodd­sen, f. 10.2. 1925, d. 20.2. 1925. Sig­ur­lína S. Thorodd­sen, f. 10.2. 1925, d. 24.2. 1925. Atli Snæ­björns­son Thorodd­sen,

...