
Sigurlína Jóna Snæbjörnsdóttir fæddist í Kvígindisdal, Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu, 3. apríl 1929. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 28. febrúar 2025. Hún var dóttir hjónanna Þórdísar Magnúsdóttur, f. 9.5. 1905 á Hóli í Tálknafirði, d. 23.5. 1982, og Snæbjörns Jónssonar Thoroddsen, f. 15.11. 1891 í Kvígindisdal, d. 29.1. 1987.
Þórdís og Snæbjörn voru bændur í Kvígindisdal 1921-1965. Auk bústarfa gegndi Snæbjörn fjölda trúnaðarstarfa fyrir Rauðasandshrepp og var þar í forystusveit, sparisjóðsstjóri, oddviti, hreppstjóri og kaupmaður, svo það helsta sé nefnt.
Jóna var fimmta í röðinni í systkinahópnum í Kvígindisdal, sem voru: Jón S. Thoroddsen, f. 8.1. 1924, d. 10.1. 1924. Jón S. Thoroddsen, f. 10.2. 1925, d. 20.2. 1925. Sigurlína S. Thoroddsen, f. 10.2. 1925, d. 24.2. 1925. Atli Snæbjörnsson Thoroddsen,
...