Lóa A. Bjarna­dótt­ir fædd­ist 12. októ­ber 1922. Hún lést 10. fe­brú­ar 2025.

Útför henn­ar fór fram 6. mars 2025.

Kæru ætt­ingj­ar og vin­ir Lóu Bjarna­dótt­ur. Það tók mig mjög sárt að frétta af frá­falli frænku minn­ar. En bik­ar henn­ar var full­ur eft­ir frá­bæra og langa ævi. Já, þannig er lífið. Það end­ar á því að við yf­ir­gef­um eft­ir­lif­end­ur. Sum­ir eiga gæðalíf sem ger­ir þeim kleift að eiga og hafa í kring­um sig sína nán­ustu fjöl­skyldu. Þannig var ævi Lóu.

Það er orðið svo langt síðan ég sá hana síðast, senni­lega 1973 og 1977 að mig minn­ir. Hún og eig­inmaður henn­ar Geir Jó­els­son bjuggu í Hafnar­f­irði og voru gest­gjaf­ar mín­ir í báðum þess­um ógleym­an­legu heim­sókn­um til Íslands. Við töluðum ekki mikið í tungu­máli hvort ann­ars en náðum samt að skilja hvort annað, hvort á sinn hátt. Við átt­um öll góðar stund­ir sam­an

...