
Lóa A. Bjarnadóttir fæddist 12. október 1922. Hún lést 10. febrúar 2025.
Útför hennar fór fram 6. mars 2025.
Kæru ættingjar og vinir Lóu Bjarnadóttur. Það tók mig mjög sárt að frétta af fráfalli frænku minnar. En bikar hennar var fullur eftir frábæra og langa ævi. Já, þannig er lífið. Það endar á því að við yfirgefum eftirlifendur. Sumir eiga gæðalíf sem gerir þeim kleift að eiga og hafa í kringum sig sína nánustu fjölskyldu. Þannig var ævi Lóu.
Það er orðið svo langt síðan ég sá hana síðast, sennilega 1973 og 1977 að mig minnir. Hún og eiginmaður hennar Geir Jóelsson bjuggu í Hafnarfirði og voru gestgjafar mínir í báðum þessum ógleymanlegu heimsóknum til Íslands. Við töluðum ekki mikið í tungumáli hvort annars en náðum samt að skilja hvort annað, hvort á sinn hátt. Við áttum öll góðar stundir saman
...