
Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir var fædd á Gillastöðum í Reykhólasveit 8. júlí 1936. Ragna lést 21. febrúar 2025 á Dvalarheimilinu Barmahlíð í Reykhólasveit.
Móðir hennar hét Hermína Ingvarsdóttir og faðir hennar hét Eyjólfur Sveinsson. Hún átti fjögur systkini, þau eru Gyða, Ingvar, Stella og Sverrir sem er jafnframt sá eini eftirlifandi af systkinahópnum.
Fyrri eiginmaður Rögnu var Ingimar Guðjónsson og eignuðust þau Guðjón Ingva Ingimarsson, f. 1960, d. 1961, Kristvin Ingva Ingimarsson, f. 1962, giftur Guðrúnu Geirsdóttur og eiga þau tvær dætur, og Leif Dag Ingimarsson, f. 1965, d. 1985, hann skilur eftir sig eina dóttur, Sigurðu Kristínu Leifsdóttur og tvö barnabörn.
Seinni eiginmaður Rögnu var Hilmar Albert Albertsson og eignuðust þau Albert Hilmarsson, f. 1968, hann á fjögur börn og
...