Staðan kom upp í efstu deild Íslands­móts skák­fé­laga sem lauk fyr­ir skömmu í Rima­skóla. Sæ­berg Sig­urðsson (2.067) hafði hvítt gegn Arn­ari Milut­in Heiðars­syni (2.094)
Hvítur á leik
Hvít­ur á leik

Staðan kom upp í efstu deild Íslands­móts skák­fé­laga sem lauk fyr­ir skömmu í Rima­skóla. Sæ­berg Sig­urðsson (2.067) hafði hvítt gegn Arn­ari Milut­in Heiðars­syni (2.094). 54. Dxf6! gxf6 55. d7 Db1 56. d8=D+ Kh7 57. De7+ Kg8 58. De8+ og svart­ur gafst upp. Það er nóg um að vera í ís­lensku skák­lífi þessa dag­ana. Skák­deild KR held­ur hraðskák­mót í kvöld kl. 19.30 og það sama er upp á ten­ingn­um hjá TG í Miðgarði. Á morg­un held­ur Æsir sitt viku­lega hraðskák­mót í fé­lags­heim­ili Eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenn­is í Stang­ar­hyl. Síðar þann dag, eða um kvöldið, held­ur TR sitt viku­lega þriðju­dags­mót. Á miðviku­dag­inn held­ur Skák­mót Öðlinga áfram. Degi síðar halda Kor­p­úlf­ar sitt viku­lega mót í Spöng­inni í Grafar­vogi og á fimmtu­dags­kvöld held­ur TR sitt viku­lega hraðskák­mót. Á laug­ar­dag­inn er svo KR með Árdeg­is­mót.