Ásdís Jónsdóttir frá Reyðarfirði hringdi í útvarpsþáttinn Skemmtilegri leiðina heim á K100 og óskaði eftir aðstoð við að finna gömlu pennavinkonu sína, Ransy frá Borgarnesi, sem hún hafði ekki heyrt í í nær hálfa öld

Ásdís Jónsdóttir frá Reyðarfirði hringdi í útvarpsþáttinn Skemmtilegri leiðina heim á K100 og óskaði eftir aðstoð við að finna gömlu pennavinkonu sína, Ransy frá Borgarnesi, sem hún hafði ekki heyrt í í nær hálfa öld. Þökk sé hlustendum tókst þeim þó að komast í samband á ný, og í beinni útsendingu töluðu þær saman í fyrsta sinn í 47 ár. Þegar þær rifjuðu upp hvað þær höfðu skrifast á um, þá 11 og 12 ára, hló Ransy og sagði: „Örugglega einhverja stráka, sko!“ Þrátt fyrir fjarlægðina útiloka þær ekki að hittast í sumar. Nánar um málið
í jákvæðum fréttum á K100.is.