Ásdís Jóns­dótt­ir frá Reyðarf­irði hringdi í út­varpsþátt­inn Skemmti­legri leiðina heim á K100 og óskaði eft­ir aðstoð við að finna gömlu penna­vin­konu sína, Ran­sy frá Borg­ar­nesi, sem hún hafði ekki heyrt í í nær hálfa öld

Ásdís Jóns­dótt­ir frá Reyðarf­irði hringdi í út­varpsþátt­inn Skemmti­legri leiðina heim á K100 og óskaði eft­ir aðstoð við að finna gömlu penna­vin­konu sína, Ran­sy frá Borg­ar­nesi, sem hún hafði ekki heyrt í í nær hálfa öld. Þökk sé hlust­end­um tókst þeim þó að kom­ast í sam­band á ný, og í beinni út­send­ingu töluðu þær sam­an í fyrsta sinn í 47 ár. Þegar þær rifjuðu upp hvað þær höfðu skrif­ast á um, þá 11 og 12 ára, hló Ran­sy og sagði: „Örugg­lega ein­hverja stráka, sko!“ Þrátt fyr­ir fjar­lægðina úti­loka þær ekki að hitt­ast í sum­ar. Nán­ar um málið
í já­kvæðum frétt­um á K100.is.