Breski viðburðahaldarinn James Cundall hefur komið víða við á löngum ferli. Hann vann hjá virtu eignastýringarfélagi í Hong Kong á tíunda áratugnum þegar hann söðlaði um eftir að hafa komið auga á að í SA-Asíu væri vannýttur markaður fyrir vestræna söngleiki

Sérstaða Gestir í miklu stuði á tónleikum í Eldborg. James Cundall segir að þó svo framboð afþreyingar hafi aldrei verið meira þá sæki neytendur enn í að sjá listviðburði á sviði. Upplifunin nær öðrum hæðum í stórum hópi fólks.
— Morgunblaðið/Einar Falur
Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Breski viðburðahaldarinn James Cundall hefur komið víða við á löngum ferli. Hann vann hjá virtu eignastýringarfélagi í Hong Kong á tíunda áratugnum þegar hann söðlaði um eftir að hafa komið auga á að í SA-Asíu væri vannýttur markaður fyrir vestræna söngleiki.
Fyrirtæki hans, Jamboree Entertainment, skipuleggur stóra jafnt sem smáa tónlistar-, söngleikja- og leiklistarviðburði um allan heim og hefur nýlega numið land á Íslandi. Félagið reið á vaðið í fyrra með Elvis-tónleikum söngvarans Emilio Santoro í Hörpu og síðar í þessum mánuði færir söngkonan Xenna íslenskum tónlistarunnendum perlur Taylor Swift í Eldborg. Í september mætir síðan sönghópur beint frá West End með Mania: The ABBA Tribute.