Séra Hjálm­ar Jóns­son syrg­ir góðan vin, séra Vig­fús Þór Árna­son. Þeir kynnt­ust fyrst í guðfræðideild Há­skóla Íslands, svo sem prest­ar fyr­ir norðan og sunn­an: Drott­ins veg við fögnuð fór, fullnuð æviglím­an

Pét­ur Blön­dal

p.blon­dal@gmail.com

Séra Hjálm­ar Jóns­son syrg­ir góðan vin, séra Vig­fús Þór Árna­son. Þeir kynnt­ust fyrst í guðfræðideild Há­skóla Íslands, svo sem prest­ar fyr­ir norðan og sunn­an:

Drott­ins veg við fögnuð fór,

fullnuð æviglím­an.

Vel hef­ur starfað Vig­fús Þór

og vaxið all­an tím­ann.

Pét­ur Stef­áns­son bregður á leik með vor­vís­ur:

Loks er kem­ur langþráð vor

lifna köngu­lærn­ar

og eigi brest­ur bænd­ur þor

er bera lömb­um; ærn­ar.

Loks er kem­ur langþráð vor,

landið um­vefst blíðu,

...