Séra Hjálmar Jónsson syrgir góðan vin, séra Vigfús Þór Árnason. Þeir kynntust fyrst í guðfræðideild Háskóla Íslands, svo sem prestar fyrir norðan og sunnan: Drottins veg við fögnuð fór, fullnuð æviglíman
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Séra Hjálmar Jónsson syrgir góðan vin, séra Vigfús Þór Árnason. Þeir kynntust fyrst í guðfræðideild Háskóla Íslands, svo sem prestar fyrir norðan og sunnan:
Drottins veg við fögnuð fór,
fullnuð æviglíman.
Vel hefur starfað Vigfús Þór
og vaxið allan tímann.
Pétur Stefánsson bregður á leik með vorvísur:
Loks er kemur langþráð vor
lifna köngulærnar
og eigi brestur bændur þor
er bera lömbum; ærnar.
Loks er kemur langþráð vor,
landið umvefst blíðu,
...