Fjöln­is­kon­ur eru ein­um sigri frá Íslands­meist­ara­titl­in­um í ís­hokki en þær lögðu Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar í þriðja leik úr­slita­ein­víg­is­ins í Eg­ils­höll­inni í fyrra­kvöld, 4:1. Staðan í ein­víg­inu er 2:1, Fjölni í vil, og get­ur Grafar­vogsliðið tryggt sér…
Úrslitakeppnin Elín Darkoh úr Fjölni og Amanda Bjarnadóttir úr SA í baráttu um pökkinn í leiknum í Egilshöllinni í fyrrakvöld.
Úrslita­keppn­in Elín Dar­koh úr Fjölni og Am­anda Bjarna­dótt­ir úr SA í bar­áttu um pökk­inn í leikn­um í Eg­ils­höll­inni í fyrra­kvöld. — Ljós­mynd/​Haf­steinn Snær Þor­steins­son

Fjöln­is­kon­ur eru ein­um sigri frá Íslands­meist­ara­titl­in­um í ís­hokki en þær lögðu Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar í þriðja leik úr­slita­ein­víg­is­ins í Eg­ils­höll­inni í fyrra­kvöld, 4:1.

Staðan í ein­víg­inu er 2:1, Fjölni í vil, og get­ur Grafar­vogsliðið tryggt sér titil­inn með sigri á Ak­ur­eyri í fjórða leik liðanna annað kvöld en hann hefst í Skauta­höll­inni klukk­an 19.30.

Hilma Bóel Bergs­dótt­ir, Berg­lind Leifs­dótt­ir og Elísa Sig­finns­dótt­ir komu Fjölni í 3:0 í fyrsta leik­hluta. Magda­lena Su­lova minnkaði mun­inn fyr­ir SA í byrj­un ann­ars leik­hluta en Berg­lind inn­siglaði sig­ur Fjöln­is þegar hún skoraði fjórða mark liðsins og sitt annað mark með glæsi­legu skoti þrem­ur mín­út­um fyr­ir leiks­lok.