Hall­gerður Guðmunds­dótt­ir fædd­ist í Sand­vík í Suður-Múla­sýslu 2. ág­úst 1924. Nán­ar til­tekið við Gerpi, aust­ustu bújörð á Íslandi. Hall­gerður lést á Hrafn­istu í Hafnar­f­irði 24. fe­brú­ar 2025.

For­eldr­ar henn­ar voru Guðmund­ur Gríms­son bóndi í Norðfirði, f. 14. júlí 1886, d. 10. fe­brú­ar 1941, og kona hans, Sesselja Sveins­dótt­ir hús­móðir, f. 1. sept­em­ber 1891 í Suður-Múla­sýslu, d. 1. októ­ber 1926.

Hall­gerður var á öðru ári þegar móðir henn­ar lést og fór hún þá í fóst­ur. Fóst­ur­for­eldr­ar voru þau Hall­grím­ur Schiöth kokk­ur á Seyðis­firði og Þor­gerður Al­berts­dótt­ir Schiöth hús­móðir.

Hall­gerður átti níu al­systkini og var átt­unda í röðinni. Systkin­in eru öll lát­in, en þau voru: Helga Þuríður, f. 1916. María, f. 1917. Óskar, f. 1918. Ein­ar Guðmann, f. 1919, Sveinn, f. 1921. Guðrún, f. 1922. Magnús, f.

...