
Hallgerður Guðmundsdóttir fæddist í Sandvík í Suður-Múlasýslu 2. ágúst 1924. Nánar tiltekið við Gerpi, austustu bújörð á Íslandi. Hallgerður lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. febrúar 2025.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Grímsson bóndi í Norðfirði, f. 14. júlí 1886, d. 10. febrúar 1941, og kona hans, Sesselja Sveinsdóttir húsmóðir, f. 1. september 1891 í Suður-Múlasýslu, d. 1. október 1926.
Hallgerður var á öðru ári þegar móðir hennar lést og fór hún þá í fóstur. Fósturforeldrar voru þau Hallgrímur Schiöth kokkur á Seyðisfirði og Þorgerður Albertsdóttir Schiöth húsmóðir.
Hallgerður átti níu alsystkini og var áttunda í röðinni. Systkinin eru öll látin, en þau voru: Helga Þuríður, f. 1916. María, f. 1917. Óskar, f. 1918. Einar Guðmann, f. 1919, Sveinn, f. 1921. Guðrún, f. 1922. Magnús, f.
...