
Guðmundur Karl Marinósson fæddist í Reykjavík 29. desember 1960. Hann lést eftir langvinn veikindi á Hrafnistu Sléttuvegi 5. mars 2025.
Foreldrar Guðmundar eru hjónin Marinó Þ. Guðmundsson kennari, f. 22.9. 1936, og Margrét Erna Guðmundsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 17.6. 1938, d. 7.9. 2023. Systkini Guðmundar eru Úlfar Þór, f. 11.3. 1962, og Sigríður Mjöll, f. 6.10. 1968.
Guðmundur kvæntist Þorgerði Björgu Pálsdóttur hárgreiðslumeistara, f. 10.10. 1961, í Dómkirkjunni í Reykjavík hinn 2.6. 1987. Dætur þeirra eru: 1) Sigrún Huld flugstjóri, f. 20.7. 1984, gift Sævari Ríkharðssyni vörustjóra, f. 4.5. 1984. Börn þeirra eru Kolbeinn Ernir, f. 6.7. 2011, Agnes Ylfa, f. 26.12. 2013, og Sylvía Björt, f. 28.11. 2021. 2) Erna María, f. 1.7. 1990, d. 15.4. 2005.
Á æskuárum gekk Guðmundur í
...