Úlfarsárdalur Elín Rósa Magnúsdóttir úr Val sækir að marki Framara.
Úlfarsár­dal­ur Elín Rósa Magnús­dótt­ir úr Val sæk­ir að marki Fram­ara. — Morg­un­blaðið/​Há­kon

Fram get­ur enn náð deild­ar­meist­ara­titli kvenna í hand­knatt­leik úr hönd­um Vals eft­ir sig­ur í leik liðanna í Úlfarsár­dal í fyrra­kvöld, 32:30. Val­ur er með tveggja stiga for­ystu á Fram þegar liðin eiga þrjá leiki eft­ir en Valskon­um næg­ir að vinna tvo af þrem­ur leikj­um sín­um til að vinna deild­ina.

Val­gerður Arn­alds skoraði sex mörk fyr­ir Fram og Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir fimm en Thea Imani skoraði tíu mörk fyr­ir Val.

ÍR komst upp fyr­ir Sel­foss og í fjórða sætið með sigri í leik liðanna á Sel­fossi, 20:19. Liðin mæt­ast senni­lega í fyrstu um­ferð úr­slita­keppn­inn­ar og ÍR fengi heima­leikja­rétt­inn ef þetta yrði niðurstaðan.

ÍBV náði í dýr­mæt stig í fall­bar­átt­unni með sigri á Stjörn­unni í Garðabæ, 24:18.

Grótta virðist þar með vera á leið niður í 1. deild­ina eft­ir stórt tap gegn Hauk­um í Hafnar­f­irði á laug­ar­dag­inn, 35:21.