
Fram getur enn náð deildarmeistaratitli kvenna í handknattleik úr höndum Vals eftir sigur í leik liðanna í Úlfarsárdal í fyrrakvöld, 32:30. Valur er með tveggja stiga forystu á Fram þegar liðin eiga þrjá leiki eftir en Valskonum nægir að vinna tvo af þremur leikjum sínum til að vinna deildina.
Valgerður Arnalds skoraði sex mörk fyrir Fram og Lena Margrét Valdimarsdóttir fimm en Thea Imani skoraði tíu mörk fyrir Val.
ÍR komst upp fyrir Selfoss og í fjórða sætið með sigri í leik liðanna á Selfossi, 20:19. Liðin mætast sennilega í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ÍR fengi heimaleikjaréttinn ef þetta yrði niðurstaðan.
ÍBV náði í dýrmæt stig í fallbaráttunni með sigri á Stjörnunni í Garðabæ, 24:18.
Grótta virðist þar með vera á leið niður í 1. deildina eftir stórt tap gegn Haukum í Hafnarfirði á laugardaginn, 35:21.