
Kartöflumenn Andri Þór Erlingsson t.h. og Kristján Gestsson, bændur í Forsæti í Flóa.
Kartöfluuppskera á Íslandi í fyrra var 5.514 tonn; sú minnsta frá árinu 1993. Þá var uppskera korns í landinu á síðasta ári 5.100 tonn og hafði ekki verið svo lítil frá 2018. Uppskera á gulrótum minnkaði um meira en helming milli ára. Uppskera dróst saman í nánast öllum flokkum í fyrra, segir Hagstofan. Undantekningar eru tómatar, rauðkál og paprika. sbs@mbl.is