
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir stjórnvöld í Kreml, í Peking og í Washington munu vilja hlutast til um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um aðild að Evrópusambandinu. Við því þurfi að bregðast með viðeigandi hætti.
Þetta kom fram á málþingi sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði það hárrétt athugað að vera þyrfti á varðbergi fyrir utanaðkomandi áhrifum í umræðunni. „Við þurfum þá að ráða við að halda þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Varnarmál í norðri eru nú í brennidepli. » 11