Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir

Erl­ing­ur Erl­ings­son hernaðarsagn­fræðing­ur seg­ir stjórn­völd í Kreml, í Pek­ing og í Washingt­on munu vilja hlutast til um fyr­ir­hugaða þjóðar­at­kvæðagreiðslu á Íslandi um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Við því þurfi að bregðast með viðeig­andi hætti.

Þetta kom fram á málþingi sem sagt er frá í Morg­un­blaðinu í dag.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, sagði það hár­rétt at­hugað að vera þyrfti á varðbergi fyr­ir ut­anaðkom­andi áhrif­um í umræðunni. „Við þurf­um þá að ráða við að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ sagði Þór­dís Kol­brún. Varn­ar­mál í norðri eru nú í brenni­depli. » 11