
Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp þess efnis að jafnlaunavottun sem mörgum fyrirtækjum er skylt að innleiða í starfsemi sína verði valkvæð.
„Það hefur verið sýnt fram á að enginn ávinningur er af þessu ferli en mikill kostnaður fylgir því. Fjölmörg fyrirtæki hafa til að mynda þurft að ráða inn starfsmann vegna þessa og dæmi eru um að fólk fái neitun um launahækkun og vísað sé til þess að ekki sé hægt að hækka laun sökum vottunarinnar,“ segir Diljá.
Samtök atvinnulífsins framkvæmdu í annað sinn könnun meðal aðildarfélaga sinna sl. haust um reynslu þeirra af jafnlaunavottun, þar sem meðal annars var spurt um beinan kostnað þeirra við ferlið.
...