Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur lagt fram frum­varp þess efn­is að jafn­launa­vott­un sem mörg­um fyr­ir­tækj­um er skylt að inn­leiða í starf­semi sína verði val­kvæð. „Það hef­ur verið sýnt fram á að eng­inn ávinn­ing­ur er af þessu ferli en mik­ill kostnaður fylg­ir því
Jafnlaunavottun Jafnréttisstofa sem fer með jafnlaunavottun heyrir undir yfirstjórn dómsmálaráðherra, Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur.
Jafn­launa­vott­un Jafn­rétt­is­stofa sem fer með jafn­launa­vott­un heyr­ir und­ir yf­ir­stjórn dóms­málaráðherra, Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Magda­lena Anna Torfa­dótt­ir

magda­lena@mbl.is

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur lagt fram frum­varp þess efn­is að jafn­launa­vott­un sem mörg­um fyr­ir­tækj­um er skylt að inn­leiða í starf­semi sína verði val­kvæð.

„Það hef­ur verið sýnt fram á að eng­inn ávinn­ing­ur er af þessu ferli en mik­ill kostnaður fylg­ir því. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa til að mynda þurft að ráða inn starfs­mann vegna þessa og dæmi eru um að fólk fái neit­un um launa­hækk­un og vísað sé til þess að ekki sé hægt að hækka laun sök­um vott­un­ar­inn­ar,“ seg­ir Diljá.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins fram­kvæmdu í annað sinn könn­un meðal aðild­ar­fé­laga sinna sl. haust um reynslu þeirra af jafn­launa­vott­un, þar sem meðal ann­ars var spurt um bein­an kostnað þeirra við ferlið.

...