
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Viðhorf dagsins í dag eru iðnnámi í hag. Þrátt fyrir tækniframfarir er gildi verknámsins alltaf mikið og er sterkur grunnur fyrir framtíðina. Þá hafa stjórnvöld tekið við sér, auknum fjármunum er veitt til skóla sem starfa á þessu sviði, en meira þarf til,“ segir Kristjana Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri hjá Iðunni – fræðslusetri.
Allt að 10.000 nemendur úr efstu bekkjum grunnskóla sóttu náms- og starfskynninguna Mín framtíð sem haldin var í Laugardalshöll í síðustu viku og stóð fram á helgina. Áhugi unga fólksins á þeirri menntun og möguleikum sem nú bjóðast í iðnaði og slíku var greinilega mikill. Margir skólar voru þarna með bása hvar kennarar og stjórnendur skólanna voru til frásagnar og veittu leiðbeiningar. Og þarna mátti líka prófa
...