
Bikarkeppni
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Það er aldrei hægt að útiloka eitthvað óvænt í bikar. En auðvitað eru allar líkur á því að þetta verði Njarðvík og Þór í úrslitum. Í leikjum þessara liða í vetur hafa Njarðvík og Þór unnið þessa innbyrðis leiki og stundum nokkuð örugglega.
Það þarf allavega mikið að breytast hjá Hamri/Þór og Grindavík ef þau ætla að vinna sína leiki. Ég myndi aldrei útiloka það en ef ég á að fara að tippa væri það á Njarðvík – Þór, eins og flestir held ég.
Ég verð að vera svolítið í meginstraumnum í þetta skiptið,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls og fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, beðinn um að rýna í undanúrslitaleiki bikarkeppni
...