„Það er aldrei hægt að úti­loka eitt­hvað óvænt í bik­ar. En auðvitað eru all­ar lík­ur á því að þetta verði Njarðvík og Þór í úr­slit­um. Í leikj­um þess­ara liða í vet­ur hafa Njarðvík og Þór unnið þessa inn­byrðis leiki og stund­um nokkuð ör­ugg­lega
Sterk Isabella Ósk Sigurðardóttir er ein af þeim sem mynda mikilvægan íslenskan kjarna Grindavíkur.
Sterk Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir er ein af þeim sem mynda mik­il­væg­an ís­lensk­an kjarna Grinda­vík­ur. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Bik­ar­keppni

Gunn­ar Eg­ill Daní­els­son

gunnareg­ill@mbl.is

„Það er aldrei hægt að úti­loka eitt­hvað óvænt í bik­ar. En auðvitað eru all­ar lík­ur á því að þetta verði Njarðvík og Þór í úr­slit­um. Í leikj­um þess­ara liða í vet­ur hafa Njarðvík og Þór unnið þessa inn­byrðis leiki og stund­um nokkuð ör­ugg­lega.

Það þarf alla­vega mikið að breyt­ast hjá Hamri/Þ​ór og Grinda­vík ef þau ætla að vinna sína leiki. Ég myndi aldrei úti­loka það en ef ég á að fara að tippa væri það á Njarðvík – Þór, eins og flest­ir held ég.

Ég verð að vera svo­lítið í meg­in­straumn­um í þetta skiptið,“ sagði Bene­dikt Guðmunds­son, þjálf­ari karlaliðs Tinda­stóls og fyrr­ver­andi þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins, beðinn um að rýna í undanúr­slita­leiki bik­ar­keppni

...