Brynj­ólf­ur Bjarna­son fv. for­stjóri lést sunnu­dag­inn 16. mars á heim­ili sínu í Nýhöfn í Garðabæ. Brynj­ólf­ur fædd­ist í Reykja­vík 18. júlí 1946. For­eldr­ar hans voru Kristjana Brynj­ólfs­dótt­ir hús­freyja í Reykja­vík, f. 1923, d. 2000, og Bjarni Björns­son for­stjóri í Reykja­vík, f. 1920, d. 2001. Brynj­ólf­ur ólst upp í Hlíðunum við gott at­læti for­eldra sinna á fal­legu menn­ing­ar­heim­ili ásamt þrem­ur fjör­ug­um bræðrum.

Brynj­ólf­ur gekk í Aust­ur­bæj­ar­skóla og í Versl­un­ar­skóla Íslands þar sem hann út­skrifaðist sem stúd­ent árið 1967. Hann út­skrifaðist með cand. oecon.-gráðu í viðskipta­fræði frá Há­skóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá Uni­versity of Minnesota árið 1973.

Á ár­un­um 1973-1976 var hann for­stöðumaður hag­deild­ar Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands (nú Sam­tök at­vinnu­lífs­ins). Hann var fram­kvæmda­stjóri Al­menna bóka­fé­lags­ins, AB, frá 1976-1983, og árið 1984 tók hann við

...