
Brynjólfur Bjarnason fv. forstjóri lést sunnudaginn 16. mars á heimili sínu í Nýhöfn í Garðabæ. Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1923, d. 2000, og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík, f. 1920, d. 2001. Brynjólfur ólst upp í Hlíðunum við gott atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum.
Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand. oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973.
Á árunum 1973-1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, AB, frá 1976-1983, og árið 1984 tók hann við
...