— AFP/​Ole Berg-Ru­sten

Norska lög­regl­an rann­sak­ar nú inn­brot og skemmd­ar­verk á lóð sem hýs­ir m.a. yf­ir­gefna spennu­stöð skammt utan við Ósló. Allt þykir benda til að hóp­ur fólks hafi með ásetn­ingi valdið skemmd­um á vél­búnaði þar sem varð til þess að 50 til 60 tonn af olíu láku út í jarðveg og grunn­vatn. Ótt­ast er að meng­un­in gæti valdið út­breidd­ara vanda­máli, en rann­sókn lög­reglu og sér­fræðinga miðar að því að kort­leggja vand­ann bet­ur og grípa til fyr­ir­byggj­andi aðgerða, sé þeirra þörf.

Reu­ters hef­ur eft­ir lög­reglu í gær að málið sé á grunn­stigi, verið sé að afla gagna og leita hugs­an­legra vitna. Ekki er vitað hverj­ir stóðu að verk­inu en ólík­legt er talið að olí­an hafi sloppið út án ut­anaðkom­andi aðstoðar. Á mynd­inni til hliðar sjást tækni­menn að störf­um.