Auður G. Ragn­ars­dótt­ir fædd­ist 28. júlí 1942. Hún lést 23. fe­brú­ar 2025.

Útför fór fram 5. mars 2025.

Það er hepp­inn maður sem á eldri syst­ur! Ég átti fjór­ar, tvær al­syst­ur, Ernu og Auði, og tvær hálf­syst­ur, Eddu og Völvu. Nú er hún elsku Auður Guðrún, sú yngsta, fall­in frá. Í mín­um huga var hún fyrst og fremst mik­ill mann­vin­ur. Meðan við Erna syst­ir höfðum alltaf mest­ar áhyggj­ur af heim­in­um var hún sú raun­sæja sem hafði mest­ar áhyggj­ur af ein­stak­ling­un­um, jafnt mönn­um sem dýr­um. Það var því yf­ir­leitt hún sem var pott­ur­inn og pann­an í að ná öll­um sam­an, halda fjöl­skyldu­boð og bregðast við ef vanda bar að hönd­um eða ef grípa þurfti til sam­eig­in­legra aðgerða.

Við al­systkin­in átt­um okk­ar bestu stund­ir á sumr­in í litla bú­staðnum við Álfta­vatnið bjarta. Pabbi Ragn­ar var í burtu alla vik­una en kom um

...