
Auður G. Ragnarsdóttir fæddist 28. júlí 1942. Hún lést 23. febrúar 2025.
Útför fór fram 5. mars 2025.
Það er heppinn maður sem á eldri systur! Ég átti fjórar, tvær alsystur, Ernu og Auði, og tvær hálfsystur, Eddu og Völvu. Nú er hún elsku Auður Guðrún, sú yngsta, fallin frá. Í mínum huga var hún fyrst og fremst mikill mannvinur. Meðan við Erna systir höfðum alltaf mestar áhyggjur af heiminum var hún sú raunsæja sem hafði mestar áhyggjur af einstaklingunum, jafnt mönnum sem dýrum. Það var því yfirleitt hún sem var potturinn og pannan í að ná öllum saman, halda fjölskylduboð og bregðast við ef vanda bar að höndum eða ef grípa þurfti til sameiginlegra aðgerða.
Við alsystkinin áttum okkar bestu stundir á sumrin í litla bústaðnum við Álftavatnið bjarta. Pabbi Ragnar var í burtu alla vikuna en kom um
...