Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn mun í dag leggja fram til­lögu um ör­ygg­is­nám­skeið í meðferð og meðhöndl­un mat­væla fyr­ir ófag­lært starfs­fólk í leik­skól­um.
Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Ein­ar Svein­björn Guðmunds­son

Ein­ar Svein­björn Guðmunds­son

Í dag mun meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn leggja fram til­lögu þess efn­is að gerð verði krafa um að ófag­lærðir matráðar og annað starfs­fólk sem ráðið er til starfa í eld­hús­um Reykja­vík­ur­borg­ar þurfi að sækja þar til gert ör­ygg­is­nám­skeið í meðferð og meðhöndl­un mat­væla áður en viðkom­andi hefja þar störf.

Skýr­ir verk­ferl­ar

Sam­hliða yrði tæki­færið notað til tryggja skýra verk­ferla og þjálf­un starfs­fólks á öll­um starfs­stöðvum borg­ar­inn­ar og sjálf­stætt starf­andi skól­um varðandi meðhöndl­un mat­væla eins og ákvæði í lög­um um mat­væli kveða á um.

Al­var­leg matareitrun í leik­skól­an­um Mánag­arði

Í kjöl­far þeirr­ar al­var­legu matareitr­un­ar sem upp kom í leik­skól­an­um Mánag­arði fyr­ir nokkr­um mánuðum og hafði al­var­leg­ar af­leiðing­ar

...