
Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Í dag mun meirihlutinn í borgarstjórn leggja fram tillögu þess efnis að gerð verði krafa um að ófaglærðir matráðar og annað starfsfólk sem ráðið er til starfa í eldhúsum Reykjavíkurborgar þurfi að sækja þar til gert öryggisnámskeið í meðferð og meðhöndlun matvæla áður en viðkomandi hefja þar störf.
Skýrir verkferlar
Samhliða yrði tækifærið notað til tryggja skýra verkferla og þjálfun starfsfólks á öllum starfsstöðvum borgarinnar og sjálfstætt starfandi skólum varðandi meðhöndlun matvæla eins og ákvæði í lögum um matvæli kveða á um.
Alvarleg matareitrun í leikskólanum Mánagarði
Í kjölfar þeirrar alvarlegu matareitrunar sem upp kom í leikskólanum Mánagarði fyrir nokkrum mánuðum og hafði alvarlegar afleiðingar
...