Við skáld­in biðjum lands­menn okk­ar um að kjósa gegn mögu­legri aðild að ESB í kom­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu Val­kyrj­u­stjórn­ar­inn­ar svo­kölluðu.
Tryggvi V. Líndal
Tryggvi V. Lín­dal

Tryggvi V Lín­dal

Nú stefn­ir í að Ísland muni aft­ur gera til­raun til að kom­ast inn í miðju Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki er bara að nýja rík­is­stjórn­in hafi þessa nálg­un á stefnu­skrá sinni, held­ur þykir nú vera viðbót­ar­ástæða fyr­ir Ísland að ganga þangað al­veg inn, nú þegar hinn nýi for­seti Banda­ríkj­anna hót­ar að fara í tolla­stríð við ESB. En þar eð Ísland er utan meiri­hátt­ar tolla­banda­laga við ESB og BNA, sem EES-ríki, ótt­ast það að tapa fjár­hags­lega á slík­um tolla­stríðum og því sé ill­skárra að vera þar inn­an­borðs í ESB.

Hug­lægt sál­ar­líf okk­ar í hættu?

Hér er þá kom­in tvö­föld ástæða fyr­ir því að Ísland skerpi sýn sína á þá skerðingu á sjálfs­mynd þess er gæti orðið við ESB-inn­göngu. En þar gæti þrengt að svig­rúmi Íslands til að viðhalda þjóðlegri sýn sinni á blæ­brigði er hafa fylgt því að búa ein­ir á nor­rænni eyju í árþúsund, þar

...