
Tryggvi V Líndal
Nú stefnir í að Ísland muni aftur gera tilraun til að komast inn í miðju Evrópusambandsins. Ekki er bara að nýja ríkisstjórnin hafi þessa nálgun á stefnuskrá sinni, heldur þykir nú vera viðbótarástæða fyrir Ísland að ganga þangað alveg inn, nú þegar hinn nýi forseti Bandaríkjanna hótar að fara í tollastríð við ESB. En þar eð Ísland er utan meiriháttar tollabandalaga við ESB og BNA, sem EES-ríki, óttast það að tapa fjárhagslega á slíkum tollastríðum og því sé illskárra að vera þar innanborðs í ESB.
Huglægt sálarlíf okkar í hættu?
Hér er þá komin tvöföld ástæða fyrir því að Ísland skerpi sýn sína á þá skerðingu á sjálfsmynd þess er gæti orðið við ESB-inngöngu. En þar gæti þrengt að svigrúmi Íslands til að viðhalda þjóðlegri sýn sinni á blæbrigði er hafa fylgt því að búa einir á norrænni eyju í árþúsund, þar
...