50 ára Inga Hrund ólst upp í Reykja­hlíð í Mý­vatns­sveit í hug­ljúfri sveita­sælu og svo tóku unglings­ár­in í Mos­fells­bæ við. Hún býr nú með allt í röð og reglu í Reykja­vík. Inga Hrund er með BS-próf í líf­fræði frá HÍ og BS-próf í tölv­un­ar­fræði frá HR og …

50 ára Inga Hrund ólst upp í Reykja­hlíð í Mý­vatns­sveit í hug­ljúfri sveita­sælu og svo tóku unglings­ár­in í Mos­fells­bæ við. Hún býr nú með allt í röð og reglu í Reykja­vík.

Inga Hrund er með BS-próf í líf­fræði frá HÍ og BS-próf í tölv­un­ar­fræði frá HR og er verk­efna­stjóri í inn­leiðing­um fjár­hags­kerfa hjá Onnio.

Hún hef­ur gegn­um tíðina setið í stjórn­um margra fé­laga­sam­taka og sinnt sjálf­boðastarfi fyr­ir for­eldra- og íþrótta­fé­lög. „Helsta fram­lag mitt núna til sam­fé­lags­ins er þegar ég set pósta á netið um að það þurfi að slökkva á vekj­ara­klukk­un­um ef það er frí á virk­um degi, því það er fer­legt að vakna kl. 7.15 á frí­degi. Þetta hef­ur fengið nafnið #al­arm­varn­ir og vek­ur mikla lukku.“

Áhuga­mál Ingu Hrund­ar eru fjall­göng­ur, hjól­reiðar,

...