
50 ára Inga Hrund ólst upp í Reykjahlíð í Mývatnssveit í hugljúfri sveitasælu og svo tóku unglingsárin í Mosfellsbæ við. Hún býr nú með allt í röð og reglu í Reykjavík.
Inga Hrund er með BS-próf í líffræði frá HÍ og BS-próf í tölvunarfræði frá HR og er verkefnastjóri í innleiðingum fjárhagskerfa hjá Onnio.
Hún hefur gegnum tíðina setið í stjórnum margra félagasamtaka og sinnt sjálfboðastarfi fyrir foreldra- og íþróttafélög. „Helsta framlag mitt núna til samfélagsins er þegar ég set pósta á netið um að það þurfi að slökkva á vekjaraklukkunum ef það er frí á virkum degi, því það er ferlegt að vakna kl. 7.15 á frídegi. Þetta hefur fengið nafnið #alarmvarnir og vekur mikla lukku.“
Áhugamál Ingu Hrundar eru fjallgöngur, hjólreiðar,
...