
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vendingar í heimsmálum voru til umræðu á málþingi sem fram fór í Háskóla Íslands síðasta föstudag undir yfirskriftinni Bandaríkin – traustur bandamaður. Fundurinn fór fram á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og var hljóðritaður af Pétri Fjeldsted Einarssyni.
„Á þeim sex vikum sem liðnar eru frá því að Donald Trump tók við völdum í Hvíta húsinu hafa orðið miklar og ófyrirséðar breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Á þessum opna fundi munum við ræða hvaða áhrif yfirlýsingar og aðgerðir Trump hafa á varnir Íslands og alþjóðaviðskipti,“ sagði í kynningu á fundinum. „Hvernig er Ísland í stakk búið til þess að bregðast við sambærilegum kröfum og þeim sem Bandaríkjastjórn hefur beint gagnvart Grænlandi og Danmörku?“ var spurt, en Donald J.
...