Pete Hegseth
Pete Heg­seth

Árás­ir Banda­ríkja­hers á skot­mörk tengd Hút­um héldu áfram í gær­morg­un og voru þá um 60 sagðir falln­ir, þ. á m. fimm börn. Loft­árás­un­um er af varn­ar­málaráðuneyt­inu banda­ríska (Pentagon) lýst sem „öfl­ug­um og ná­kvæm­um“ en mark­mið þeirra er að hafa lam­andi áhrif á víga­sveit­irn­ar.

Hút­ar sögðust hafa svarað árás­um með eld­flauga­árás á her­skipa­flota Banda­ríkj­anna, m.a. flug­móður­skipið USS Harry S. Trum­an. Vest­an­hafs könnuðust yf­ir­menn herafl­ans þó ekki við nein­ar gagnárás­ir. Nokkr­um drón­um hefði þó verið grandað.

Pete Heg­seth varn­ar­málaráðherra seg­ir her­sveit­ir sín­ar munu halda áfram árás­um láti Hút­ar ekki af ógn­andi hegðun sinni sem m.a. hef­ur skaðleg áhrif á alþjóðlega um­ferð skipa.