„Það er verið að brjóta bæði lög og reglu­gerð með þess­um leyf­is­veit­ing­um og ef þetta fær að standa þá er verið að mis­muna Íslend­ing­um vegna þjóðern­is og Meist­ara­skól­inn mun líða und­ir lok.“ Þetta seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður…
Starfsréttindi Formaður pípulagningameistara gagnrýnir að austurevrópskir iðnaðarmenn fari ekki í meistaraskóla til að fá meistararéttindi.
Starfs­rétt­indi Formaður pípu­lagn­inga­meist­ara gagn­rýn­ir að aust­ur­evr­ópsk­ir iðnaðar­menn fari ekki í meist­ara­skóla til að fá meist­ara­rétt­indi. — Morg­un­blaðið/​Jim Smart

Óskar Bergs­son

osk­ar@mbl.is

„Það er verið að brjóta bæði lög og reglu­gerð með þess­um leyf­is­veit­ing­um og ef þetta fær að standa þá er verið að mis­muna Íslend­ing­um vegna þjóðern­is og Meist­ara­skól­inn mun líða und­ir lok.“

Þetta seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, þar sem ekki eru gerðar kröf­ur til iðnmeist­ara frá Aust­ur-Evr­ópu um að afla sér meist­ara­rétt­inda hér á landi eins og Íslend­ing­ar þurfa að gera með tveggja ára meist­ara­námi eft­ir sveins­próf.

Mis­tök starfs­manns or­sök­in

Hann seg­ir að upp­haf þess­ar­ar deilu sé vegna mistaka starfs­manns hjá Iðunni fræðslu­setri þar sem ekki var skoðað inn­tak og lengd náms. Sam­tök iðnaðar­ins hafi strax gert at­huga­semd­ir við stjórn Iðunn­ar sem gekkst við mis­tök­un­um og gaf

...