
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Það er verið að brjóta bæði lög og reglugerð með þessum leyfisveitingum og ef þetta fær að standa þá er verið að mismuna Íslendingum vegna þjóðernis og Meistaraskólinn mun líða undir lok.“
Þetta segir Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara, þar sem ekki eru gerðar kröfur til iðnmeistara frá Austur-Evrópu um að afla sér meistararéttinda hér á landi eins og Íslendingar þurfa að gera með tveggja ára meistaranámi eftir sveinspróf.
Mistök starfsmanns orsökin
Hann segir að upphaf þessarar deilu sé vegna mistaka starfsmanns hjá Iðunni fræðslusetri þar sem ekki var skoðað inntak og lengd náms. Samtök iðnaðarins hafi strax gert athugasemdir við stjórn Iðunnar sem gekkst við mistökunum og gaf
...