Lög Bubba Mort­hens hafa verið í miklu upp­á­haldi hjá lista­kon­unni Soffíu Karls­dótt­ur frá því hún var tíu ára. Plata hans, Kona, kom út fyr­ir 40 árum og af því til­efni verður Soffía ásamt Léttsveit Pét­urs V
Soffía frænka Stúlkan sem starir á hafið við samnefnt lag og texta Bubba.
Soffía frænka Stúlk­an sem star­ir á hafið við sam­nefnt lag og texta Bubba.

Steinþór Guðbjarts­son

steint­hor@mbl.is

Lög Bubba Mort­hens hafa verið í miklu upp­á­haldi hjá lista­kon­unni Soffíu Karls­dótt­ur frá því hún var tíu ára. Plata hans, Kona, kom út fyr­ir 40 árum og af því til­efni verður Soffía ásamt Léttsveit Pét­urs V. með leik­ræna tón­leika, sem hefjast klukk­an 21.00 í Ægi í Íshúsi Hafn­ar­fjarðar við Strand­götu laug­ar­dag­inn 5. apríl. Þar verða lög­in á plöt­unni flutt og auk þess nokk­ur lög Bubba frá ár­un­um 1981 til 2009. Sam­bæri­leg­ir tón­leik­ar verða á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri 1. maí og þá verða að auki tek­in lög sem tengj­ast verka­lýðsdeg­in­um eins og til dæm­is „Stál og hníf­ur“.

„Þegar ég var 15 ára beið ég lengi í röð fyr­ir utan Grammið til að kaupa áritaða Konu-plöt­una og síðan hef­ur mig dreymt um að syngja lög­in á henni op­in­ber­lega,“

...