
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lög Bubba Morthens hafa verið í miklu uppáhaldi hjá listakonunni Soffíu Karlsdóttur frá því hún var tíu ára. Plata hans, Kona, kom út fyrir 40 árum og af því tilefni verður Soffía ásamt Léttsveit Péturs V. með leikræna tónleika, sem hefjast klukkan 21.00 í Ægi í Íshúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu laugardaginn 5. apríl. Þar verða lögin á plötunni flutt og auk þess nokkur lög Bubba frá árunum 1981 til 2009. Sambærilegir tónleikar verða á Græna hattinum á Akureyri 1. maí og þá verða að auki tekin lög sem tengjast verkalýðsdeginum eins og til dæmis „Stál og hnífur“.
„Þegar ég var 15 ára beið ég lengi í röð fyrir utan Grammið til að kaupa áritaða Konu-plötuna og síðan hefur mig dreymt um að syngja lögin á henni opinberlega,“
...