Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur í þrígang gert lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu aft­ur­reka með ákv­arðanir sín­ar um að hætta rann­sókn á meint­um saka­mál­um sem Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur kært til lög­regl­unn­ar
Halla Bergþóra Björnsdóttir
Halla Bergþóra Björns­dótt­ir

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur í þrígang gert lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu aft­ur­reka með ákv­arðanir sín­ar um að hætta rann­sókn á meint­um saka­mál­um sem Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur kært til lög­regl­unn­ar. Í öll­um til­vik­um fel­ur rík­is­sak­sókn­ari lög­regl­unni að rann­saka um­rædd mál. Lög­reglu­stjóri er Halla Bergþóra Björns­dótt­ir.

Tvö mál­anna varða meinta ólög­lega fjár­söfn­un og mútu­greiðslur fyr­ir­svars­fólks Solar­is-sam­tak­anna til er­lendra aðila sem ætlað var að liðka fyr­ir brott­flutn­ingi Palestínu­manna frá Gasa-svæðinu yfir til Egypta­lands og þaðan hingað til lands, en frá þessu var greint í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Í þeim mál­um kærði Ein­ar þær Semu Erlu Ser­d­aroglu og Maríu Lilju I.Þ. Kemp fyr­ir meinta refsi­verða fjár­söfn­un sam­tak­anna sem

...