
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Ríkissaksóknari hefur í þrígang gert lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu afturreka með ákvarðanir sínar um að hætta rannsókn á meintum sakamálum sem Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður hefur kært til lögreglunnar. Í öllum tilvikum felur ríkissaksóknari lögreglunni að rannsaka umrædd mál. Lögreglustjóri er Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Tvö málanna varða meinta ólöglega fjársöfnun og mútugreiðslur fyrirsvarsfólks Solaris-samtakanna til erlendra aðila sem ætlað var að liðka fyrir brottflutningi Palestínumanna frá Gasa-svæðinu yfir til Egyptalands og þaðan hingað til lands, en frá þessu var greint í Morgunblaðinu á laugardag.
Í þeim málum kærði Einar þær Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju I.Þ. Kemp fyrir meinta refsiverða fjársöfnun samtakanna sem
...