
Ármann Jakobsson prófessor fjallar um handritið Morkinskinnu á fyrirlestri í fyrirlestrarsal Eddu í dag, þriðjudaginn 18. mars, kl. 12.10. Um efni fyrirlestrarins segir: „Handritið sem nefnt er Morkinskinna hefur ekki alltaf heitið því nafni. En hvar og hvenær varð þetta handrit til og hver er saga textans sem á því er? Hvaðan kemur þetta fremur neikvæða nafn og hvar hefur handritið haldið sig undanfarin 360 ár?“ Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.