Í Þor­láks­höfn eru alls 230 íbúðir af ýms­um stærðum og gerðum í smíðum um þess­ar mund­ir. Í bæn­um er áber­andi bygg­ing nokk­urra fjöl­býl­is­húsa við Hnjúka­móa, en sú gata er á vinstri hönd þegar ekið er inn í bæ­inn
Uppbygging Hér sést yfir Hnjúkamóa þar sem verið er að reisa fjölbýlishús. Ögn fjær er gatan Klettamói.
Upp­bygg­ing Hér sést yfir Hnjúka­móa þar sem verið er að reisa fjöl­býl­is­hús. Ögn fjær er gat­an Kletta­mói. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Í Þor­láks­höfn eru alls 230 íbúðir af ýms­um stærðum og gerðum í smíðum um þess­ar mund­ir. Í bæn­um er áber­andi bygg­ing nokk­urra fjöl­býl­is­húsa við Hnjúka­móa, en sú gata er á vinstri hönd þegar ekið er inn í bæ­inn. Að fram­kvæmd­um þar standa bygg­inga­fé­lög­in Stofn­hús og Arn­ar­hvoll, en hið síðar­nefnda hef­ur einnig með hönd­um upp­bygg­ingu í hinum nýja miðbæ í Þor­láks­höfn.

Nýtt upp­bygg­ing­ar­svæði í Þor­láks­höfn er vest­ast í bæn­um, en þar eru lóðir fyr­ir par-, rað- og ein­býl­is­hús. Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við bygg­ingu fjölda húsa þar. Á þess­um slóðum við Báru­götu er svo í bygg­ingu leik­skóli fyr­ir 80 börn, sem áformað er að opna í haust.

Íbúðir fyr­ir 35% fjölg­un bæj­ar­búa

„Þær 230 íbúðir sem nú eru

...