Ísland er í sjötta sæti af 170 þjóðum í ár­legri mæl­ingu Social Progress Im­perati­ve, SPI (AlTi Global Social Progress Index), á vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara. Í sæt­um eitt til fimm eru Nor­eg­ur, Dan­mörk, Finn­land, Svíþjóð og Sviss

Baksvið

Þórodd­ur Bjarna­son

tobj@mbl.is

Ísland er í sjötta sæti af 170 þjóðum í ár­legri mæl­ingu Social Progress Im­perati­ve, SPI (AlTi Global Social Progress Index), á vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara.

Í sæt­um eitt til fimm eru Nor­eg­ur, Dan­mörk, Finn­land, Svíþjóð og Sviss.

„Heilt yfir kom­um við ágæt­lega út og get­um verið stolt af niður­stöðunni,“ seg­ir Rós­björg Jóns­dótt­ir full­trúi SPI á Íslandi í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Við höf­um alltaf verið á topp tíu. Við dett­um niður um tvö sæti milli ára, en það er bara af því að tveim­ur lönd­um gekk bet­ur en á ár­inu á und­an. Það var ekki af því að okk­ur hafi gengið verr.“

Ísland hef­ur fjór­tán sinn­um verið með í mæl­ing­um SPI eða frá

...