
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ísland er í sjötta sæti af 170 þjóðum í árlegri mælingu Social Progress Imperative, SPI (AlTi Global Social Progress Index), á vísitölu félagslegra framfara.
Í sætum eitt til fimm eru Noregur, Danmörk, Finnland, Svíþjóð og Sviss.
„Heilt yfir komum við ágætlega út og getum verið stolt af niðurstöðunni,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúi SPI á Íslandi í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum alltaf verið á topp tíu. Við dettum niður um tvö sæti milli ára, en það er bara af því að tveimur löndum gekk betur en á árinu á undan. Það var ekki af því að okkur hafi gengið verr.“
Ísland hefur fjórtán sinnum verið með í mælingum SPI eða frá
...