Íslenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Næra sem hjón­in Holly og Hörður Krist­ins­son reka var ekki bara til­nefnt til verðlauna á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on í Banda­ríkj­un­um fyr­ir framúrsk­ar­andi afurð, held­ur náðu vör­ur þeirra alla leið í úr­slit
Athygli Holly og Hörður Kristinsson eru ánægð með viðtökurnar.
At­hygli Holly og Hörður Krist­ins­son eru ánægð með viðtök­urn­ar. — Morg­un­blaðið/​Gunn­laug­ur Snær

Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son

skrif­ar frá Bost­on

Íslenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Næra sem hjón­in Holly og Hörður Krist­ins­son reka var ekki bara til­nefnt til verðlauna á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on í Banda­ríkj­un­um fyr­ir framúrsk­ar­andi afurð, held­ur náðu vör­ur þeirra alla leið í úr­slit. Alls kepptu 68 vör­ur í keppn­inni en ell­efu komust í úr­slit.

Næra fram­leiðir þurrkað snarl úr fiski og nýt­ir þann hluta fisks­ins sem verður eft­ir við vinnslu. „Þetta er hágæða hrá­efni,“ seg­ir Hörður og bend­ir á að hold ýsu sem verður til dæm­is eft­ir á hrygg eft­ir flök­un sé ein­hver besti fisk­ur sem völ er á.

Holly tek­ur und­ir og seg­ir að sú fram­leiðsluaðferð sem þau nýta sé ein­stök og að það hafi vakið veru­lega at­hygli að ekki sé nýtt annað en fisk­ur við að

...