
Gunnlaugur Snær Ólafsson
skrifar frá Boston
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Næra sem hjónin Holly og Hörður Kristinsson reka var ekki bara tilnefnt til verðlauna á sjávarútvegssýningunni í Boston í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi afurð, heldur náðu vörur þeirra alla leið í úrslit. Alls kepptu 68 vörur í keppninni en ellefu komust í úrslit.
Næra framleiðir þurrkað snarl úr fiski og nýtir þann hluta fisksins sem verður eftir við vinnslu. „Þetta er hágæða hráefni,“ segir Hörður og bendir á að hold ýsu sem verður til dæmis eftir á hrygg eftir flökun sé einhver besti fiskur sem völ er á.
Holly tekur undir og segir að sú framleiðsluaðferð sem þau nýta sé einstök og að það hafi vakið verulega athygli að ekki sé nýtt annað en fiskur við að
...