
Grétar Vídalín Pálsson fæddist 18. október 1936 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. janúar 2025.
Eiginkona Grétars var Fanney Haraldsdóttir, f. 16.5. 1940 í Reykjavík, d. 11.12. 1992, vann frá 14 ára aldri á Sólvangi í Hafnarfirði, vann í Leifsstöð, við útgerð Grétars og ýmsa aðra þjónustuvinnu. Þau voru búsett í Hafnarfirði til 1977, en eftir það í Sandgerði. Foreldrar Fanneyjar voru Haraldur Agnar Guðmundsson, f. 29.7. 1913 í Hafnarfirði, d. 6.5. 1989, verkamaður í Hafnarfirði, síðast búsettur í Reykjavík, og Halldóra Sigríður Guðvarðardóttir, f. 16.8. 1922 í Reykjavík, d. 27.8. 2008, húsfreyja.
Börn Grétars og Fanneyjar eru: 1) Kolbrún Vídalín Grétarsdóttir, f. 27.7. 1958 í Hafnarfirði, listamaður, búsett í Sandgerði. Maki: Jón Bjarni Pálsson, f. 5.10. 1957. Börn þeirra eru Grétar Páll Jónsson, f. 12.6. 1977,
...