Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri greindi óvænt frá því í gær­kvöld að hún hygðist hætta sem formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á lands­þingi þess nú á fimmtu­dag. Fyr­ir landsþingi beið til­laga sem Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir…
Borgarstjóri Heiða hættir sem formaður Sambands sveitarfélaga.
Borg­ar­stjóri Heiða hætt­ir sem formaður Sam­bands sveit­ar­fé­laga. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Andrés Magnús­son

andres@mbl.is

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri greindi óvænt frá því í gær­kvöld að hún hygðist hætta sem formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á lands­þingi þess nú á fimmtu­dag.

Fyr­ir landsþingi beið til­laga sem Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir að tug­ir sveit­ar­stjóra um land allt, bæði óháðir og flokks­bundn­ir, hafi ætlað að leggja fram um að Heiða viki sem formaður Sam­bands­ins vegna trúnaðarbrests við stjórn­ina og eft­ir at­vik­um sveit­ar­fé­lög.

Heiða sagði frá ákvörðun sinni í viðtali í Kast­ljósi Rúv. í gær­kvöld, og játaði að klofn­ing­ur henn­ar frá stjórn­inni í kenn­ara­deil­unni hefði verið erfiður. Hún liti þó ekki svo á að hún hefði misst traust stjórn­ar Sam­bands­ins, en mögu­lega nyti hún ekki leng­ur trausts allra sjálf­stæðismanna í stjórn­inni.

Stjórn­ar­maður ann­ars flokks, sem blaðið ræddi við, seg­ir það „óskilj­an­leg um­mæli“. Van­traustið

...