
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi óvænt frá því í gærkvöld að hún hygðist hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi þess nú á fimmtudag.
Fyrir landsþingi beið tillaga sem Morgunblaðið hefur heimildir fyrir að tugir sveitarstjóra um land allt, bæði óháðir og flokksbundnir, hafi ætlað að leggja fram um að Heiða viki sem formaður Sambandsins vegna trúnaðarbrests við stjórnina og eftir atvikum sveitarfélög.
Heiða sagði frá ákvörðun sinni í viðtali í Kastljósi Rúv. í gærkvöld, og játaði að klofningur hennar frá stjórninni í kennaradeilunni hefði verið erfiður. Hún liti þó ekki svo á að hún hefði misst traust stjórnar Sambandsins, en mögulega nyti hún ekki lengur trausts allra sjálfstæðismanna í stjórninni.
Stjórnarmaður annars flokks, sem blaðið ræddi við, segir það „óskiljanleg ummæli“. Vantraustið
...