Guðmund­ur Karl Marinós­son fædd­ist 29. des­em­ber 1960. Hann lést 5. mars 2025.

Útför Guðmund­ar fór fram 17. mars 2025.

Elsku pabbi minn. Þú varst gull af manni, maður orða þinna og ávallt boðinn og bú­inn til þess að aðstoða. Það var kannski ekk­ert skrítið þar sem þú gast lagað allt sjálf­ur og hafðir verkvit á við fjóra. Byggðir húsið ykk­ar mömmu í Fanna­fold að mestu sjálf­ur með hjálp vina og fjöl­skyldu og oft­ar en ekki varstu í inn­keyrsl­unni að laga bíl­ana sem við átt­um. Þú varst mik­ill fjöl­skyldumaður og þið mamma voruð ofboðslega dug­leg að ferðast með okk­ur syst­ur vítt og breitt um landið og skapa minn­ing­ar, hvort sem það var með stórt hústjald í skott­inu og all­ar úti­legug­ræj­ur eða með skíðin á toppn­um á leið norður í land að heim­sækja fjöl­skyldu og vini. Þið voruð líka dug­leg að fara með okk­ur til út­landa í sól­ar­landa- og skíðaferðir sem

...