
Guðmundur Karl Marinósson fæddist 29. desember 1960. Hann lést 5. mars 2025.
Útför Guðmundar fór fram 17. mars 2025.
Elsku pabbi minn. Þú varst gull af manni, maður orða þinna og ávallt boðinn og búinn til þess að aðstoða. Það var kannski ekkert skrítið þar sem þú gast lagað allt sjálfur og hafðir verkvit á við fjóra. Byggðir húsið ykkar mömmu í Fannafold að mestu sjálfur með hjálp vina og fjölskyldu og oftar en ekki varstu í innkeyrslunni að laga bílana sem við áttum. Þú varst mikill fjölskyldumaður og þið mamma voruð ofboðslega dugleg að ferðast með okkur systur vítt og breitt um landið og skapa minningar, hvort sem það var með stórt hústjald í skottinu og allar útilegugræjur eða með skíðin á toppnum á leið norður í land að heimsækja fjölskyldu og vini. Þið voruð líka dugleg að fara með okkur til útlanda í sólarlanda- og skíðaferðir sem
...