Hvítur á leik
Hvít­ur á leik

1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Bg4 4. Bb5+ c6 5. dxc6 Rxc6 6. Bxc6+ bxc6 7. Rf3 Db6 8. h3 Bh5 9. 0-0 0-0-0 10. De2 Kb7 11. c3 e6 12. Rbd2 Rd5 13. Re4 f6 14. Bd2 a5 15. Hfe1 He8 16. a3 Db3 17. Be3 h6

Staðan kom upp í efstu deild Íslands­móts skák­fé­laga sem lauk fyr­ir skömmu í Rima­skóla. Oli­ver Jó­hann­es­son (2.214) hafði hvítt gegn Bram Van Den Berg (2.182). 18. Rfd2! Bxe2 19. Rxb3 og svart­ur gafst upp enda staðan að hruni kom­in. Fyr­ir nokkr­um dög­um hófst EM ein­stak­linga í opn­um flokki en mótið fer fram Eforie-Nord í Rúm­en­íu. Marg­ir af sterk­ustu skák­mönn­um álf­unn­ar taka þátt í mót­inu en heimamaður­inn Daniel-Bogd­an Deac (2.692) er sá stiga­hæsti. Stiga­hæsti skák­maður Íslands, stór­meist­ar­inn Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son (2.551), er á meðal kepp­enda og svo á einnig við um alþjóðlega meist­ar­ann Al­ex­andr Dom­alchuk-Jonas­son (2.374).