„Það er ekki gott þegar stóru liðin detta út. Það er aldrei já­kvætt,“ seg­ir Arn­ar Þór Gísla­son, veit­ingamaður á English Pub og Le­bowski bar. Veit­inga­menn eru með bögg­um hild­ar eft­ir að enska liðið Li­verpool datt út úr Meist­ara­deild Evr­ópu í síðustu viku
Sorg Liverpool-menn voru sárir eftir tap í Meistaradeild Evrópu.
Sorg Li­verpool-menn voru sár­ir eft­ir tap í Meist­ara­deild Evr­ópu. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Hösk­uld­ur Daði Magnús­son

hdm@mbl.is

„Það er ekki gott þegar stóru liðin detta út. Það er aldrei já­kvætt,“ seg­ir Arn­ar Þór Gísla­son, veit­ingamaður á English Pub og Le­bowski bar.

Veit­inga­menn eru með bögg­um hild­ar eft­ir að enska liðið Li­verpool datt út úr Meist­ara­deild Evr­ópu í síðustu viku. Mörg­um að óvör­um sló franska liðið PSG þá ensku út í 16 liða úr­slit­um. Var það upp­haf sann­kallaðrar hörm­ung­ar­viku stuðnings­manna Li­verpool sem urðu svo að sætta sig við tap í bikar­úr­slit­um fyr­ir Newcastle á sunnu­dag­inn.

Veit­inga­menn höfðu marg­ir gert sér von­ir um að Li­verpool kæm­ist í 8 liða úr­slit eða jafn­vel undanúr­slit Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Ef svo hefði farið hefðu stuðnings­menn Li­verpool að lík­ind­um troðfyllt sport­bari í fjög­ur kvöld til viðbót­ar.

Hef­ur gríðarleg áhrif á alla sölu og stemn­ingu

„Það er alltaf skemmti­leg­ast þegar vel geng­ur

...