
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ekki gott þegar stóru liðin detta út. Það er aldrei jákvætt,“ segir Arnar Þór Gíslason, veitingamaður á English Pub og Lebowski bar.
Veitingamenn eru með böggum hildar eftir að enska liðið Liverpool datt út úr Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Mörgum að óvörum sló franska liðið PSG þá ensku út í 16 liða úrslitum. Var það upphaf sannkallaðrar hörmungarviku stuðningsmanna Liverpool sem urðu svo að sætta sig við tap í bikarúrslitum fyrir Newcastle á sunnudaginn.
Veitingamenn höfðu margir gert sér vonir um að Liverpool kæmist í 8 liða úrslit eða jafnvel undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ef svo hefði farið hefðu stuðningsmenn Liverpool að líkindum troðfyllt sportbari í fjögur kvöld til viðbótar.
Hefur gríðarleg áhrif á alla sölu og stemningu
„Það er alltaf skemmtilegast þegar vel gengur
...