Alma Guðrún Frí­manns­dótt­ir fædd­ist 28. apríl 1963. Hún lést 3. mars 2025.

Útför Ölmu fór fram 17. mars 2025.

Við Alma höf­um verið ein­stak­ar vin­kon­ur síðan í fyrsta bekk í Mennta­skól­an­um við Sund árið 1979. Við sát­um sam­an strax frá fyrsta degi og brölluðum margt. For­eldr­ar Ölmu lánuðu henni ósjald­an fjöl­skyldu­bíl­inn Lödu Sport en af­drep okk­ar og bekkj­ar­fé­lag­anna var þar sem við syst­ur leigðum í Sig­tún­inu. Þar var alltaf hist fyr­ir böll til að blása hárið og setja upp and­lit og fara í dress­in.

Við skipt­umst oft á föt­um og ég man sér­stak­lega eft­ir rauðu og grænu bux­un­um og rauða vest­inu sem Guðrún mamma Ölmu prjónaði. Svo lá leiðin í Hollywood eða Klúbb­inn á föstu­dög­um og í Sig­tún á laug­ar­dags­kvöld­um. En stund­um nennt­um við ekki inn og sát­um stillt­ar í Löd­unni fyr­ir utan Sig­tún og horfðum á liðið.

...