Öflug Jordyn Rhodes lét mikið að sér kveða í Bestu deildinni í fyrra.
Öflug Jor­dyn Rhodes lét mikið að sér kveða í Bestu deild­inni í fyrra. — Ljós­mynd/Þ​órir Tryggva­son

Hin banda­ríska Jor­dyn Rhodes, sem var í hópi bestu leik­manna Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu með Tinda­stóli á síðasta tíma­bili, er geng­in til liðs við Val. Jor­dyn, sem er 24 ára göm­ul, kom til Tinda­stóls í fyrra og varð næst­marka­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar með 12 mörk. Þá átti hún þátt í 18 af 26 mörk­um Skaga­fjarðarliðsins í deild­inni. Jor­dyn varð enn­frem­ur í þriðja sæti í M-ein­kunna­gjöf Morg­un­blaðsins í deild­inni árið 2024.