
Öflug Jordyn Rhodes lét mikið að sér kveða í Bestu deildinni í fyrra.
— Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Hin bandaríska Jordyn Rhodes, sem var í hópi bestu leikmanna Bestu deildar kvenna í knattspyrnu með Tindastóli á síðasta tímabili, er gengin til liðs við Val. Jordyn, sem er 24 ára gömul, kom til Tindastóls í fyrra og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk. Þá átti hún þátt í 18 af 26 mörkum Skagafjarðarliðsins í deildinni. Jordyn varð ennfremur í þriðja sæti í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins í deildinni árið 2024.