Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hef­ur tekið þá ákvörðun að stjórn Trygg­inga­stofn­un­ar verði lögð niður. Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins sem það sendi frá sér í gær. Seg­ir þar að stjórn­ir stofn­ana sem heyra beint und­ir…
Ráðherra Inga Sæland hefur ákveðið að leggja stjórnina niður.
Ráðherra Inga Sæ­land hef­ur ákveðið að leggja stjórn­ina niður. — Morg­un­blaðið/​Kristó­fer Lilj­ar

Atli Steinn Guðmunds­son

atli­steinn@mbl.is

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hef­ur tekið þá ákvörðun að stjórn Trygg­inga­stofn­un­ar verði lögð niður. Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins sem það sendi frá sér í gær.

Seg­ir þar að stjórn­ir stofn­ana sem heyra beint und­ir ráðherra þyki al­mennt hafa óljósa stöðu og hlut­verk auk þess sem bent hafi verið á að hætta sé á óljós­um ábyrgðar­skil­um stjórn­ar og for­stöðumanns.

„Í stjórn­sýslu­út­tekt­um Rík­is­end­ur­skoðunar á stofn­un­um sem heyra und­ir yf­ir­stjórn ráðherra hafa reglu­lega komið fram at­huga­semd­ir við skip­an slíkra stjórna þar sem stjórn­skipu­leg staða þeirra sé oft ekki nógu skýr,“ seg­ir í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins.

Gef­ur færi á að hagræða

...