
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur tekið þá ákvörðun að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Kemur þetta fram í tilkynningu Stjórnarráðsins sem það sendi frá sér í gær.
Segir þar að stjórnir stofnana sem heyra beint undir ráðherra þyki almennt hafa óljósa stöðu og hlutverk auk þess sem bent hafi verið á að hætta sé á óljósum ábyrgðarskilum stjórnar og forstöðumanns.
„Í stjórnsýsluúttektum Ríkisendurskoðunar á stofnunum sem heyra undir yfirstjórn ráðherra hafa reglulega komið fram athugasemdir við skipan slíkra stjórna þar sem stjórnskipuleg staða þeirra sé oft ekki nógu skýr,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins.