
— Morgunblaðið/Eyþór
Bolli Már hélt upp á afmælið sitt með glæsilegri veislu á Hótel Holti um helgina og skemmti sér fram á nótt. Hann þurfti þó að borga fyrir gleðina daginn eftir, þar sem hann upplifði eina verstu þynnku lífs síns.
„Við vorum dansandi til að verða þrjú. Það gerist ansi sjaldan – og nú man ég af hverju það gerist svona sjaldan,“ sagði Bolli við Þór Bæring í Ísland vaknar. Hlustendur tóku þátt í þættinum og deildu sínum bestu þynnkuráðum í beinni útsendingu. Þau féllu misvel í kramið hjá Bolla.
Nánar um málið á K100.is.