— Morg­un­blaðið/​Eyþór

Bolli Már hélt upp á af­mælið sitt með glæsi­legri veislu á Hót­el Holti um helg­ina og skemmti sér fram á nótt. Hann þurfti þó að borga fyr­ir gleðina dag­inn eft­ir, þar sem hann upp­lifði eina verstu þynnku lífs síns.

„Við vor­um dans­andi til að verða þrjú. Það ger­ist ansi sjald­an – og nú man ég af hverju það ger­ist svona sjald­an,“ sagði Bolli við Þór Bær­ing í Ísland vakn­ar. Hlust­end­ur tóku þátt í þætt­in­um og deildu sín­um bestu þynnkuráðum í beinni út­send­ingu. Þau féllu mis­vel í kramið hjá Bolla.

Nán­ar um málið á K100.is.