Knatt­spyrnumaður­inn Leif­ur Andri Leifs­son hef­ur ákveðið að leggja skóna á hill­una, 35 ára gam­all. Hann lék nán­ast all­an fer­il­inn með upp­eld­is­fé­lag­inu HK, var fyr­irliði lengi vel og er lang­leikja­hæsti leikmaður í sögu fé­lags­ins með 402 leiki og níu mörk í öll­um keppn­um.

Norðurírski kylf­ing­ur­inn Rory McIl­roy vann Players-meist­ara­mótið í annað sinn á ferl­in­um þegar hann hafði ör­ugg­lega bet­ur gegn J.J. Spaun í þriggja holu um­spili á Sawgrass-vell­in­um í Flórída í Banda­ríkj­un­um í gær, á degi heil­ags Pat­reks. Var það í þriðja sinn á ferl­in­um sem McIl­roy vinn­ur mót á degi heil­ags Pat­reks.

Knatt­spyrnumaður­inn Kjart­an Kári Hall­dórs­son hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við FH. Fót­bolti.net greindi frá því í gær að nýi samn­ing­ur­inn gildi út tíma­bilið 2027. Kjart­an Kári er 21 árs kant­maður sem skoraði átta mörk í

...