
Knattspyrnumaðurinn Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 35 ára gamall. Hann lék nánast allan ferilinn með uppeldisfélaginu HK, var fyrirliði lengi vel og er langleikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 402 leiki og níu mörk í öllum keppnum.
Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy vann Players-meistaramótið í annað sinn á ferlinum þegar hann hafði örugglega betur gegn J.J. Spaun í þriggja holu umspili á Sawgrass-vellinum í Flórída í Bandaríkjunum í gær, á degi heilags Patreks. Var það í þriðja sinn á ferlinum sem McIlroy vinnur mót á degi heilags Patreks.
Knattspyrnumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur framlengt samning sinn við FH. Fótbolti.net greindi frá því í gær að nýi samningurinn gildi út tímabilið 2027. Kjartan Kári er 21 árs kantmaður sem skoraði átta mörk í
...