Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti greindi frá því í gær að hann myndi tala við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta sím­leiðis í dag um stöðuna í Úkraínu og mögu­leik­ann á vopna­hléi til þrjá­tíu daga. Sagði Trump við blaðamenn um borð í Air Force One,…
Air Force One Trump tilkynnti um fyrirhugað símtal í forsetavélinni.
Air Force One Trump til­kynnti um fyr­ir­hugað sím­tal í for­seta­vél­inni. — AFP/​Brend­an Smialowski

Stefán Gunn­ar Sveins­son

sgs@mbl.is

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti greindi frá því í gær að hann myndi tala við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta sím­leiðis í dag um stöðuna í Úkraínu og mögu­leik­ann á vopna­hléi til þrjá­tíu daga.

Sagði Trump við blaðamenn um borð í Air Force One, for­setaþotu Banda­ríkj­anna, að hann og Pútín myndu meðal ann­ars ræða „landsvæði“ og orku­ver, en auk þess yrði rætt um „skipt­ingu vissra eigna“ og sagði Trump að mik­il vinna hefði farið í að ræða þessa hluti hjá bæði Rúss­um og Úkraínu­mönn­um.

Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rúss­lands­for­seta, staðfesti svo síðar um dag­inn að for­set­arn­ir tveir myndu tala sam­an, en neitaði að tjá sig frek­ar um hvaða umræðuefni yrðu tek­in fyr­ir.

Banda­lagið í mót­un

...