Ný­leg­ar gervi­hnatta­mynd­ir sem tekn­ar voru af Sun­an-flug­velli við Pjongj­ang í Norður-Kór­eu sýna flug­vél af gerðinni Ilyus­hin Il-76 standa við hliðina á viðhalds­skýli vall­ar­ins. Ofan á skrokki vél­ar­inn­ar hvíl­ir stór disk­ur og telja sér­fræðing­ar í varn­ar­mál­um full­víst að um sé að ræða rat­sjár­vél
Vopnakerfi Hvíti þríhyrningurinn á ratsjárdisknum þykir benda til þess að um sé að ræða tæknibúnað frá Kína. Vopnakerfi þetta mun efla flugherinn.
Vopna­kerfi Hvíti þrí­hyrn­ing­ur­inn á rat­sjár­diskn­um þykir benda til þess að um sé að ræða tækni­búnað frá Kína. Vopna­kerfi þetta mun efla flug­her­inn. — Ljós­mynd/​Max­ar

Frétta­skýr­ing

Kristján H. Johann­essen

khj@mbl.is

Ný­leg­ar gervi­hnatta­mynd­ir sem tekn­ar voru af Sun­an-flug­velli við Pjongj­ang í Norður-Kór­eu sýna flug­vél af gerðinni Ilyus­hin Il-76 standa við hliðina á viðhalds­skýli vall­ar­ins. Ofan á skrokki vél­ar­inn­ar hvíl­ir stór disk­ur og telja sér­fræðing­ar í varn­ar­mál­um full­víst að um sé að ræða rat­sjár­vél. Ef satt reyn­ist, þá er þetta fyrsta rat­sjár­flug­vél þessa ein­angraða ein­ræðis­rík­is og til­raun Pjongj­ang til að stór­efla getu flug­hers­ins til árása í lofti og á landi.

Um­rædd flug­vél var áður í notk­un rík­is­flug­fé­lags Norður-Kór­eu, Air Kor­yo. Er hún ein þriggja Il-76 sem í októ­ber 2023 voru tekn­ar úr notk­un fé­lags­ins og flutt­ar í viðhalds­skýli. Hún sást einnig á gervi­tungla­mynd­um í nóv­em­ber sl. og var þá verið að flytja hana í annað

...