
Fréttaskýring
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Nýlegar gervihnattamyndir sem teknar voru af Sunan-flugvelli við Pjongjang í Norður-Kóreu sýna flugvél af gerðinni Ilyushin Il-76 standa við hliðina á viðhaldsskýli vallarins. Ofan á skrokki vélarinnar hvílir stór diskur og telja sérfræðingar í varnarmálum fullvíst að um sé að ræða ratsjárvél. Ef satt reynist, þá er þetta fyrsta ratsjárflugvél þessa einangraða einræðisríkis og tilraun Pjongjang til að stórefla getu flughersins til árása í lofti og á landi.
Umrædd flugvél var áður í notkun ríkisflugfélags Norður-Kóreu, Air Koryo. Er hún ein þriggja Il-76 sem í október 2023 voru teknar úr notkun félagsins og fluttar í viðhaldsskýli. Hún sást einnig á gervitunglamyndum í nóvember sl. og var þá verið að flytja hana í annað
...