Ríkissóknari hyggst ekki áfrýja sýknudómi í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem banaði eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Héraðsdómur Austurlands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Alfreð hefði myrt hjónin, en mat hann ósakhæfan og sýknaði af refsikröfu ákæruvaldsins. Var honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og að greiða aðstandendum hjónanna sem hann myrti samtals 31 milljón króna í bætur.