Rík­is­sókn­ari hyggst ekki áfrýja sýknu­dómi í máli Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar, sem banaði eldri hjón­um í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra. Héraðsdóm­ur Aust­ur­lands komst í síðustu viku að þeirri niður­stöðu að Al­freð hefði myrt hjón­in, en mat hann ósakhæf­an og sýknaði af refsi­kröfu ákæru­valds­ins. Var hon­um gert að sæta ör­ygg­is­gæslu á viðeig­andi stofn­un og að greiða aðstand­end­um hjón­anna sem hann myrti sam­tals 31 millj­ón króna í bæt­ur.