Þjóðadeild – hvað er nú það? Þegar þessari keppni evrópskra landsliða í fótbolta var hleypt af stokkunum haustið 2018 voru undirtektirnar blendnar. Var eitthvert vit í að vera með nýtt mót til viðbótar við undankeppni EM og HM? En nú er fjórða …

Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þjóðadeild – hvað er nú það?
Þegar þessari keppni evrópskra landsliða í fótbolta var hleypt af stokkunum haustið 2018 voru undirtektirnar blendnar.
Var eitthvert vit í að vera með nýtt mót til viðbótar við undankeppni EM og HM?
En nú er fjórða Þjóðadeildin í karlaflokki komin á lokastig og keppnin hefur fest sig vel í sessi í evrópska fótboltanum.
Tenging hennar við lokamót EM og HM er mikilvæg og við Íslendingar höfum notið góðs af því. Ísland komst í hreina úrslitaleiki um sæti á EM 2020 og 2024 út frá stöðu sinni í Þjóðadeildinni.
Því miður getur hún ekki fleytt Íslandi í átt að HM 2026,
...