Stjórn­ar­menn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins fengu rúm­lega 15,8 millj­ón­ir greidd­ar fyr­ir stjórn­ar­setu á síðasta ári. Alls voru stjórn­ar­fund­ir árs­ins 12 tals­ins og stóðu yfir í 13 klukku­stund­ir sam­tals. Fengu al­menn­ir stjórn­ar­menn þannig greidd­ar 187.284 krón­ur á tím­ann, en stjórn­ar­formaður­inn fékk 280.926 krón­ur. Tíma­lengd stjórn­ar­fund­anna er að finna í fund­ar­gerðum sem birt­ar eru á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins. » 6