Hulda Hrönn M. Helga­dótt­ir fædd­ist 6. júní 1961. Hún lést 17. fe­brú­ar 2025.

Útför Huldu fór fram 7. mars 2025.

Kveðja frá Zonta­klúbbi Ak­ur­eyr­ar.

Séra Hulda var fé­lagi í Zonta­klúbbi Ak­ur­eyr­ar í nokk­ur ár meðan hún var prest­ur í Hrís­ey. Þótt hún þyrfti að taka ferju á Árskógs­sandi og aka síðan til Ak­ur­eyr­ar mætti hún næst­um alltaf á fundi og tók virk­an þátt í starf­inu. Hún var formaður klúbbs­ins eitt tíma­bil og sinnti því starfi mjög vel. Fyr­ir til­stilli Huldu fékk klúbbur­inn að taka þátt í hvannskurði í Hrís­ey og fékk fyr­ir það fjár­muni sem fóru beint í hjálp­ar­starf. Þess­ar ferðir til Hrís­eyj­ar voru skemmti­leg­ar. Við nut­um nátt­úru­feg­urðar og úti­veru og þessi sam­vera gaf okk­ur tæki­færi til að kynn­ast bet­ur og spjalla sam­an. Hulda fræddi okk­ur um kirkju­leg mál­efni og fór með okk­ur í Kirkju­húsið í

...