
Hulda Hrönn M. Helgadóttir fæddist 6. júní 1961. Hún lést 17. febrúar 2025.
Útför Huldu fór fram 7. mars 2025.
Kveðja frá Zontaklúbbi Akureyrar.
Séra Hulda var félagi í Zontaklúbbi Akureyrar í nokkur ár meðan hún var prestur í Hrísey. Þótt hún þyrfti að taka ferju á Árskógssandi og aka síðan til Akureyrar mætti hún næstum alltaf á fundi og tók virkan þátt í starfinu. Hún var formaður klúbbsins eitt tímabil og sinnti því starfi mjög vel. Fyrir tilstilli Huldu fékk klúbburinn að taka þátt í hvannskurði í Hrísey og fékk fyrir það fjármuni sem fóru beint í hjálparstarf. Þessar ferðir til Hríseyjar voru skemmtilegar. Við nutum náttúrufegurðar og útiveru og þessi samvera gaf okkur tækifæri til að kynnast betur og spjalla saman. Hulda fræddi okkur um kirkjuleg málefni og fór með okkur í Kirkjuhúsið í
...